MYNDASÍÐAN MÍN

FYRIR MIG OG MÍNA VONA AÐ ÞIÐ HAFIÐ GAMAN AF

Færslur: 2012 Apríl

29.04.2012 10:02

ERNIR


Skoðunardagurinn 5. maí 2012

Nú verður skoðað hjá Frumherja,
opnum kl. 10:00
Verðið er, 2480 kr á hjól
Mikið fjör og mikil gleði ...

ERNIR


 

 

26.04.2012 10:14

Bílskúrssala


 


 

Næstkomandi laugardag
verður haldið "swapmeet" í Mótorsmiðjunni,
Skipholti 5, kl. 12:00 - 16:00.

Allir ættu nú að taka til í bílskúrnum / kjallaranum / geymslunni / bílageymslunni og koma með allt það sem tilheyrir mótorhjólamenningunni, eins og varahluti, aukahluti, fatnað, skó, gleraugu, hjálma, verkfæri, yfirbreiðslur, merki, nælur, patcha, plaköt, fána, skraut, glös, dekk, grindur, hanska, o.fl. o.fl.
            Þeir sem vilja vera með bás geta gert það endurgjaldslaust, aðeins skaffa borð til að raða hlutunum á!
            Lifandi tónlist verður á staðnum og hitað upp í grillinu!
            Allar tegundir hjóla eru gjaldgeng, allt frá smáhjólum og vespum til stærstu götuhjóla!
            Endilega látið alla vita og hjálpumst að við að skapa skemmtilega hjólastemningu og skiptast á ráðum og veraldlegum hlutum :-)
Hlökkum til að sjá sem flesta!

26.04.2012 10:10

DENVER


 

Haustlitir á hjóli - Denver

Verð á mann í tvíbýli í 8 nætur kr. 176.900

Haustlitir á hjóli - Denver

Haustlitaferð til Colorado. Mótorhjól í viku um sveitirnar við rætur Klettafjalla þar sem haustlitirnir eru þá í hámarki. Gist verður í smábæ sem heitir Frisco, sem er frá tímum gullæðisins um 1879 og er íbúafjöldi nú aðeins 2700 manns. Hægt er að fara í dagsferðir út frá Frisco í allar áttir. Í boði eru 5 skipulagðar ferðir með farastjóra og eru dagleiðirnar um 250-330 km. Hitastig á þessum tíma er um 12 - 16°c. Hjólin eru pöntuð hjá farastjóra idda65@hotmail.com og eru frá Harley Davidson og eru ekki innifalin í verði ferðar.

Saga Club Gjafabréf - Hægt er að nýta Vildarpunkta sem inneign upp í flugferð til allra áfangastaða Icelandair. Athugið að einungis er hægt að nota eitt gjafabréf fyrir hvern farþega í hverri ferð.

Nánari upplýsingar um Denver er að finna hér.
Fyrir pakkabókun til Denver fást á bilinu 5.400 til 8.640 Vildarpunktar

Bóka núna

Verð

Verð á mann í tvíbýli kr. 176.900
Verð á mann í einbýli kr. 229.300

Lágmarksþátttaka 20 manns

Ferðalýsing

Laugardagur 22. september
Flogið til Denver með FI 671. Brottför frá Keflavík kl. 16.45 og áætluð lending í Denver kl. 18.40. Farið með rútu til Frisco, á Hotel Best western Lake Dillon Lodge.

Sunnudagur 23. september
Hjólin afhent, frjáls hjóladagur

Mánudagur 24. september
Í boði ferð með farastjóra

Þriðjudagur 25. september
Í boði ferð með farastjóra

Miðvikudagur 26. september
Í boði ferð með farastjóra

Fimmtudagur 27. september
Í boði ferð með farastjóra

Föstudagur 28. september
Í boði ferð með farastjóra

Laugardagur 29. september
Frjáls hjóladagur

Sunnudagur 30. september
Hjólum skilað, farið með rútu til Denver og flogið heim með FI 670. Brottför kl. 17:15 áætluð lending í Keflavík kl. 06:35 (næsta dag, 1. október)

Innifalið

Flug
Flugvallarskattar
Gisting í 8 nætur á Best Western Lake Dillon Lodge
Ferðir til og frá flugvelli erlendis
Íslensk fararstjórn

19.04.2012 11:19

GLEÐILEGT SUMAR

Gleðilegt sumar  • 1
Flettingar í dag: 36
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 68
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1395093
Samtals gestir: 118851
Tölur uppfærðar: 7.4.2020 05:45:41

Um mig

Nafn:

Börkur Gíslason

Afmælisdagur:

260261

Heimilisfang:

Hafnarfjörður

Tenglar

clockhere