MYNDASÍÐAN MÍN

FYRIR MIG OG MÍNA VONA AÐ ÞIÐ HAFIÐ GAMAN AF

Færslur: 2012 Janúar

30.01.2012 12:15

Sólin er góð

Hjónin ákváðu að fara í sólarlandaferð.
Svo illa stóð á að konan
komst ekki fyrr en nokkrum dögum
seinna svo eiginmaðurinn fór á undan.
Þegar hann er kominn á hótelið tekur hann
upp fartölvuna og skrifar
tölvupóst til konu sinnar.

Ekki vildi betur til en svo að hann misritaði
einn staf í netfanginu og lenti pósturinn því
óvart hjá nýorðinni ekkju
er fyrr um daginn hafði jarðað manninn sinn.
Veslings konan var rétt að
jafna sig eftir athöfnina, opnaði tölvupóstinn
sinn til að líta eftirsamúðarkveðjum er
við henni blasti bréfið.
Þegar sonur ekkjunnar
kom heim stuttu seinna, lá hún í yfirliði fyrir
framan tölvuna og stóð
eftirfarandi ritað yfir skjáinn:


Til: Konunnar sem varð
eftir.
Frá: Manninum sem fór á undan.
Efni: Er kominn á
áfangastað

Elskan, er kominn á staðinn heill á húfi.
Er einnig búinn að kynna mér
allar aðstæður og gera allt klárt fyrir
komu þína á morgun.  Óska þér
góðrar ferðar og bíð þín með óþreyju.

Ástarkveðjur, þinn ástkæri
eiginmaður.

P.S. Fjandi er heitt hérna niðurfrá


12.01.2012 19:39

2012


 

Þarna er líklega eitthvað til að skoða

http://www.officialbikeweek.com/

11.01.2012 16:39

Dagbókin


 

Dagbókin ykkar fannst.


*Janúar: Skilaði trefli því hann var of þröngur.

*Febrúar: Var sagt upp á apótekinu því ég gat ekki skrifað
verðmiða. Það er ekki mér að kenna flöskurnar passa ekki í vélina!

*Mars: Er rosalega ánægð með mig. Náði að klára
púsl á 6 mánuðum sem ætti samkvæmt pakkanum að taka 4-6 ár.

 *Apríl: Festist alveg rosalega lengi í rúllutröppu út af því
að rafmagnið fór.

*Maí: Ætlaði á sjóskíði
en varð að hætta við út af því að ég fann ekkert vatn með halla.


*Júní: Tapaði í sundkeppni í bringusundi, út af
því að hinir keppendurnir svindluðu. Þær notuðu hendurnar.

*Júlí: Gleymdi bíllyklunum inni í bílnum og varð að bíða úti
í svakalegu óveðri. Bílinn varð líka rennblautur út af því að blæjan var
niðri.

*Ágúst: Gat ekki hringt í 112 af því
að það vantar 12 takka á símann minn.
 

*September: Ég ætla að reyna að finna út af hverju það stendur W á
M&M namminu.

*Október: Fjandinn hvað
það er erfitt að finna út úr þessu með M&M'ið.


*Nóvember: Bakaði köku þar sem ég þurfti að skilja 12 egg. Varð
þess vegna að fá lánaðar 12 skálar.


*Desember: Fór á ball þar sem maður þurfti að vera yfir 18. Það tók
svolítinn tíma að safna saman hinum 17

08.01.2012 20:38

Bike week 2012

Bikeweek á Daytona

 

Bikeweek á Daytona

Nú gefst hjólafólki kostur að fara á stærstu mótorhjólasamkomu í heimi á Daytona Bike Week í Florida. Þar sýna allir helstu mótorhjólaframleiðendur hjól og aukahluti og allt sem tilheyrir mótorhjólum. Farastjóri eins og undanfarin ár er Hafsteinn Emilsson, fyrir þá sem vilja leiga hjól eru þau bókuð í gegnum hann, e-mail idda65@hotmail.com. Gist verður Econolodge Inn and Suites sem áður hér Best Western Plaza á International Drive. Hótelið er látlaust 3ja stjörnu og vel staðsett.
Í boði eru dagsferðir til Daytona á Bike Week, einnig eru í boði hjólaferðir, sjá nánar dagskrá. Ferðin stendur yfir frá 13. - 21. mars 2012.

Í boði er að kaupa pakka bæði með eða án gistingar.

Hjólin eru bókuð í gegnum farastjóra og eru ekki innifalin í verði ferðar.

Athugið:
Ekki ert hægt að setja inn APIS upplýsingar á vefnum þegar sérferðir eru bókaðar aðeins í einstaklingsferðum. Vinsamlegast hafið samband við Fjarsölu Icelandair í síma 5050 100 og sölumenn aðstoða ykkur við að slá inn upplýsingar. Athugið að hafa vegabréf við höndina þegar þið hringið inn.

Nánari upplýsingar fást hjá fararstjóra á netfangið idda65@hotmail.com

Athugið að ferðir til og frá flugvelli eru ekki innifaldar svo mælt er með að fólk leigi sér bíl. Þú getur smellt hér og kynnt þér hvað HERTZ býður í Orlando

Fyrir pakkabókun til Orlando fást 4.800 Vildarpunktar.

Upplýsingasíða um Daytona BeachFerðalýsing

13. mars
Flug FI 689 frá Keflavík brottför kl. 17:25 og lent á Sanford flugvelli í Orlando kl. 20:20. Gist á Econolodge Inn and Suites. Farþegar koma sér á eigin vegum á hótelið.

14. mars
Frjáls dagur.

15. - 17. mars
Ýmsar uppákomur á Daytona sjá www.officialbikeweek.com þar sem hægt er að skoða: sýningar, keppnir, prufuakstur á nýjum hjólum af öllum gerðum og stærðum og margt fleira.
Athugið: fararstjóri kemur til með að vera með ferðir í boði gegn vægu gjaldi á einhverjar af þessum uppákomum, þær þarf að panta hjá fararstjóra á staðnum.

18. mars Frjáls dagur

19.mars 
Er í boði hjóladagur með farastjóra , hjólin sótt hjá Orlando Harley Davidson kl 09:00 ( leið kynnt síðar )

20. mars
Hjóladagur í boði ( leið kynnt síðar )

21. mars
Heimferð. Fólk kemur sér á eigin vegum á flugvöllinn. Flogið er heim með FI 688, brottför frá Sanford kl. 18:00:

Innifalið

*Pakki með gistingu
Flug
Flugvallarskattar
Gisting í 8 nætur á Econolodge Inn and Suites ***
Íslensk fararstjórn

**Pakki án gistingar
Flug
Flugvallarskattar
Íslensk fararstjórn

  • 1
Flettingar í dag: 69
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 68
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1395126
Samtals gestir: 118851
Tölur uppfærðar: 7.4.2020 06:46:01

Um mig

Nafn:

Börkur Gíslason

Afmælisdagur:

260261

Heimilisfang:

Hafnarfjörður

Tenglar

clockhere