MYNDASÍÐAN MÍN

FYRIR MIG OG MÍNA VONA AÐ ÞIÐ HAFIÐ GAMAN AF

Færslur: 2011 Ágúst

30.08.2011 01:02

LJÓSANÓTT


LJÓSANÓTT

Þá er komið að stærstu stund okkar félaganna í Örnunum

á þessu ári, sjálf Ljósanótt með tilheyrandi skemmtun.

Eins og undanfarin ár þá hefst gamanið hjá okkur með

grilli í boði ÓB í Njarðvík, hefst það kl. 13:00, um kl. 14:00

verður síðan lagt af stað þaðan og farinn hringurinn

Sandgerði - Garður - Njarðvík,

eins og á síðasta ári þá verður síðan safnast saman á planinu

hjá Nesvöllum, lagt verður svo af stað

stundvíslega kl. 15:00 og haldið niður Hafnargötuna og endað á

planinu hjá SBK. Er það von okkar að sjá ykkur sem flest !


Með
hjólakveðju


Stjórn Arna.

24.08.2011 21:34

SÝNING

SÝNING Á TUNGUBÖKKUM

TIL SÝNIS VERÐA

:

 Gamalar flugvélar
 Fornbílar
 Gamlar dráttarvélar
 Gömul mótorhjól
ALLIR ERU HJARTANLEGA VELKOMNIR
AÐGANGUR ER ÓKEYPIS
Laugardaginn 27. ágúst milli kl. 12:00-17:00
 Karamellukast kl. 16:00
 Happadrætti


wings´n wheels

FORNVÉLASÝNING Á TUNGUBAKKAFLUGVELLI24.08.2011 17:07

Afmæli

GRINDJÁNAR 5. ÁRA

OPIÐ HÚS.

Laugardaginn 27 ágúst verður opið hús

að Víkurbraut 27 Grindavík

frá kl 14:00 - 17:00

Í tilefni 5 ára afmælis

Grindjána bifhjólaklúbbs

Kaffi og vöflur í boði klúbbsins.

Allir velkomnir.

17.08.2011 10:36

Ótitlað

Ný umferðarlög þrengja að vélhjólafólki: Segir meirihlutann líða fyrir örfáa svarta sauði

Mynd: S. Ingadottir

Bifhjólasamtökin Sniglar eru ósátt við fyrirhugaðar breytingar á umferðarlögum sem þau telja óréttlátar. Ástæðan er fordómar og þekkingarleysi. Undirskriftarsöfnun er hafin gegn frumvarpinu.

Það eru einkum fjögur atriði sem mótorhjólamenn eru ósáttir við. Hækkun prófaldurs upp í 20 ár, skylda til að klæðast hlífðarfatnaði, bann við því að reiða farþega sem ekki nær 150 cm, og auk þess mótmæla sniglar því að hver sem er geti aftur á móti ekið skellinöðru og með farþega án þjálfunar.

Njáll Gunnlaugsson, ökukennari, skrifar grein á heimasíðu sniglanna í gær þar sem hann fjallar um nýju lögin, sem hann telur ósanngjörn. Þau eigi sér engin fordæmi í nágrannalöndum okkar og beri með sér keim takmarkaðrar þekkingar á málaflokknum.

Mér finnst þetta eiginlega bara vera fordómar og þekkingarleysi ef ég á að segja eitthvað svona beint út.
Menn eiga náttúrlega bara að skoða hvernig hlutirnir eru annars staðar,

segir Njáll í samtali við Pressuna. Hvergi sé t.a.m. miðað við 150 cm lágmarkshæð á farþegum, sem verður til þess að fólk geti ekki reitt börnin sín, jafnvel þótt þau nái niður á fótstig.

Hækkun prófaldurs upp í 20 ár, á meðan bílprófið hækkar aðeins upp í 18, telur Njáll einnig óskiljanlega.

Þetta hefur alltaf fylgt bílprófinu og í sjálfu sér eru engin haldbær rök fyrir því að hækka aldurinn. Það eru ekki neinar tölur yfir slys sem sýna það.

Njáll telur hugsanlegt að litlum hópi óábyrgra mótorhjólamanna hafi tekist að koma óorði á aðra. Ekki megi dæma alla af mistökum fárra.

Það eru alltaf svartir sauðir inni á milli en af hverju á fjöldinn að líða fyrir það?
spyr Njáll.

Sniglarnir hafa sett af stað undirskriftasöfnun gegn frumvarpi til nýrra umferðarlaga og hana má nálgast hér. Þegar þetta er skrifað hafa 1053 skráð sig en Njáll segir takmarkið vera 5000 undirskriftir. Listinn verður að lokum afhentur samgöngunefnd og innanríkisráðherra.

 

09.08.2011 10:35

Ótitlað

Undirskriftarsöfnun

Ný umferðarlög eru nú í meðförum samgöngunefndar alþingis og verða brátt að veruleika. Eini möguleiki bifhjólafólks sem nú er eftir til að hafa áhrif á þann gjörning er að ná eyrum þeirrar nefndar. Líklegt má teljast að í framhaldi af því fari lögin í gegnum síðustu umræðu í haust. Þess vegna hafa Bifhjólasamtök Lýðveldisins ákveðið að fara af stað með þessa undirskriftarsöfnun til að mótmæla ákvæðum í lögunum sem eru óhagstæð bifhjólafólki. Ef þú ert sammála því sem hér á eftir kemur skaltu setja nafnið þitt við það og hvetja sem flesta til að gera það líka:

Tengilinn í þetta er: http://www.sniglar.is/sniglar/allarfrettir/item/689-%C3%A9g-m%C3%B3tm%C3%A6li


  • 1
Flettingar í dag: 69
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 68
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1395126
Samtals gestir: 118851
Tölur uppfærðar: 7.4.2020 06:46:01

Um mig

Nafn:

Börkur Gíslason

Afmælisdagur:

260261

Heimilisfang:

Hafnarfjörður

Tenglar

clockhere