MYNDASÍÐAN MÍN

FYRIR MIG OG MÍNA VONA AÐ ÞIÐ HAFIÐ GAMAN AF

Færslur: 2011 Maí

20.05.2011 21:52

INNKAUPIN

Einn góður frá Gesti


Ég man þegar ég var lítill og mamma sendi mig útí búð
 með Fimmhundruð kall og maður kom heim með 2. brauð 2. mjólk, oststykki, 5. snakkpoka, 2. lítra gos slatta af nammi, kex og dót. En núna er ekki hægt að gera það, það eru alltof margar öryggismyndavélar.

20.05.2011 13:22

HARPASnert Hörpu-stjóra, himinborna dís
svo heyri hún mitt bænakvak, ó, plís:
Mig dreymir um að ganga í húsið glæst,
. . . á gestalistann settu nafn mitt næst!

Ég svekktur sit hér sjónvarpstækið við,
í sálu minni finn ég engan frið:
Þeir sýna Dorrit - sú er glæsileg!
Þar situr elítan - en hér sit ég.

Þar situr einn sem setti Hörpu á haus
í heiðursstúku æru- og auralaus,
en ég sem tók í Landsbankanum lán
. . . má lufsast heima í sófa, hvílík smán!

Þau heyra í glerhjúp ljúfan goluþyt,
um gesti leikur gull- og perluglit,
en ég sit heima í flíspeysu með snakk
og sötra bjór og hugsa: Ég er pakk!

19.05.2011 05:49

MÓTORHJÓLAMESSAN


MESSAN


Mótorhjólamessa annan hvítasunnudag 13. júní kl. 20 - Hún verður U2 messa þetta árið
Mótorhjólamessan er árlegur viðburður þar sem hinir ýmsu mótorhjólaklúbbar ríða fákum sínum í fylkingum til Digraneskirkju.

Sjaldan koma svo mörg vélhjóla saman á einum stað svo almenningi gefst tækifæri á því að skoða fákana og spjalla við ökumenn þeirra.

Messan er ALVÖRU messa, með prédikun og altarisgöngu, svo það er ekkert slegið af í helgihaldinu, þó svo umbúnaðurinn sé sveipaður léttleika og prestarnir (sem verða að vera mótorhjólafólk) eru búnir sama klæðnaði og viðbúið er af vélhjólafólki (hefðbundnum öryggisbúnaði vélhjólamanna). Leður og Goretex er því "viðeigandi" klæðnaður.

Mótorhjólamessan viðamikið samstarfverkefni sem gengur þvert á kirkjudeildir og mótorhjólaklúbba.
Það er stórkostlegt að sjá svo fjölbreytilegan söfnuð koma saman til helgihalds og ekki spillir nú fyrir að þetta minnir líka á það að við erum líka til í samfélaginu og umferðinni.

Mótorhjólamessan tekur mið af ýmsum hefðum sem skapast hafa í "mótorhjólaheiminum", bæði hvað varðar tónlist og annað. Hún er því nokkuð "hrá" og gæti farið fyrir brjóstið á þeim sem leitast eftir hefðbundnara helgihaldi. Því er gáfulegra fyrir þau sem leitast eftir hefðbundu helgihaldi að finna sér messu annars staðar en í mótorhjólmessunni í Digraneskirkju
Mótorhjólamessan þetta árið (2011) verður með tónlist hljómsveitarinnar U2 sem íslenskir tónlistarmenn munu annast.

Allan daginn verður dagskrá á vegum Sober Riders.
Það hefst kl. 15 og er thema þessa árs: Hópakstur bifhjólamanna. Fyrirlestur verður kl. 17 í kapellu á neðri hæð Digraneskirkju. Þeir verða með grill og gaman á bílaplaninu yfir daginn.
Svo er upplagt að skreppa á Grillhúsið við Sprengisand áður en messan hefst.11.05.2011 12:20

Einmitt


Tveir "sveitalubbar", Jói og Siggi, sáu að þeir voru komnir á endastöð í lífinu og ákváðu að fara í skóla til að komast eitthvað áfram. Þeir byrja á því að fara til námsráðgjafa og Jói fer inn fyrstur.

Námsráðgjafinn ráðleggur Jóa að taka stærðfræði, sögu og rökfræði.
"Hvað er rökfræði?" spyr Jói.
Námsráðgjafinn svarar: "Leyfðu mér að koma með dæmi. Áttu sláttuvél?"
"Hana á ég," svarar Jói.
"Þá geri ég ráð fyrir; og nota rökfræði, að þú eigir garð," svarar námsráðgjafinn.
"Mjög gott," segir Jói hrifinn.
Námsráðgjafinn hélt áfram:
"Rökfræðin segir mér líka, að fyrst þú átt garð, þá áttu líka hús."
Yfir sig hrifinn hrópar Jói: "FRÁBÆRT!"
"Og fyrst þú átt hús, þá má jafnvel giska á að þú eigir konu."
"Hana Mæju! Þetta er ótrúlegt!"
"Og að lokum, fyrst þú átt konu, þá er rökrétt að gera ráð fyrir að þú sért gagnkynhneigður," segir námsráðgjafinn.
"Það er alveg hárrétt! Þetta er það magnaðasta sem ég hef nokkurn tíma heyrt! Ég get ekki beðið eftir að byrja í rökfræði."
Að því búnu fer Jói fram þar sem Siggi bíður ennþá.
"Hvaða fög tekurðu?" spyr Siggi.
"Stærðfræði, sögu og rökfræði," svarar Jói.
"Hvað í veröldinni er rökfræði?" spyr Siggi.
"Leyfðu mér að koma með dæmi. Áttu sláttuvél?" spyr Jói.
"Nei." segir Siggi 
"
"
"
"

 
"Þá ertu hommi" svarar Jói.  

02.05.2011 15:54

OPNUN


  • 1
Flettingar í dag: 100
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 68
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1395157
Samtals gestir: 118852
Tölur uppfærðar: 7.4.2020 07:16:27

Um mig

Nafn:

Börkur Gíslason

Afmælisdagur:

260261

Heimilisfang:

Hafnarfjörður

Tenglar

clockhere