MYNDASÍÐAN MÍN

FYRIR MIG OG MÍNA VONA AÐ ÞIÐ HAFIÐ GAMAN AF

Færslur: 2011 Janúar

27.01.2011 21:46

ÞAÐ ER NEFNILEGA ÞAÐ

Konan  mín hringdi  í  mig í
 
gær og  sagði  að  nú
 
ætti  hún skilið  að  ég
 
færi  með  hana  á

 virkilega  dýran stað  þegar
 
 við værum  búin  að  vinna.

Hún  ætti  það  skilið..
  
 

  
       Jú  það  var  rétt
Svo  ég  fór  með  hana
 

 á  bensínstöð!!

20.01.2011 10:44

ÚPSSSSS

         

Náungi nokkur kom inn á bar í smábæ í Arizona.
 
Hann tekur strax eftir stórri krukku sem er troðfull af 10 dollara seðlum.

 "Það hljóta að vera að minnsta kosti 2-3 þúsund Dollarar í þessarri krukku" segir 
hann við barþjóninn,
 
"Af hverju ertu með alla þessa peninga í krukkunni".
 
"Þetta tengist þrautum sem gestum hérna er boðið að taka þátt í" segir barþjónninn.

"Hvaða þrautir er það" spyr gesturinn.

"Reglurnar eru þannig að fyrst þarftu að setja tíu Dollara seðil í krukkuna og svo færðu að vita um þrautirnar" svarar barþjónninn.

 Gesturinn lét það gott heita og fékk sér í glas. Eftir að hafa drukkið nokkur glös hugsaði hugsaði hann með með sér að tíu Dollarar væru svo sem ekki mikið svo að hann stakk 10 Dollara seðli í krukkuna og
 sagði við barþjóninn
"Jæja hvaða þrautir eru þetta?"
 Og barþjónninn svaraði:

 "Fyrst þarftu að drekka hálfan pott af Tequila á innan við 1 mínútu og 
þú mátt ekki sýna nein merki þess að þér finnist það sterkt eða vont.

 Í öðru lagi þarftu að fara bak við húsið, þar er hlekkjaður stór Pitt Bull Terrier hundur með illa skemmda tönn í skoltinum.
 Þessa tönn þarftu að draga úr hundinum með berum höndum.

 Í þriðja lagi er hér uppi á lofti 90 ára gömul kerling sem aldrei 
hefur verið við karlmann kennd. Þegar þú hefur losað hana við meydóminn er krukkan með peningunum þín.

 Gesturinn fékk sér eitt glas enn, snýr sér svo að barþjóninum og segir:
"Komdu með þetta fjandans Tequila. Hann fær hálfpott af Tequila og hvolfir því í sig á innan við mínútu án þess að depla auga.

 "Hvar er þessi hundur?" spyr hann og barþjónninn bendir honum á bakdyrnar og 
gesturinn sem nú er orðinn vel drukkinn
slagar út.
 Þá upphefjast gríðarleg læti bak við húsið, urr og gelt og mikill hamagangur, sem 
engan enda ætlar að taka en þagnar svo loksins.
 
Eftir nokkra stund slangrar gestuinn inn aftur allur rifinn og tættur
og segir við barþjóninn:

"Hvar er þessi gamla kerling með skemmdu tönnina?"

14.01.2011 15:17

HAHAHAHAHAHA


DUGLEGUR

Einn daginn fékk maðurinn minn skyndilega þá köllun að fara að sinna
heimilisstörfunum og í einhverju bjartsýniskasti ákvað hann að þvo stuttermabolinn sinn,

 Hann var varla kominn inn í þvottahús þegar hann
kallaði á mig

"Á hvaða stillingu set ég þvottavélina elskan?"

"Það fer eftir því hvað stendur á bolnum" kallaði ég til baka.

"Húsasmiðjan" Gargaði hann...

Og svo segja þeir að ljóskur séu heimskar.....

14.01.2011 15:07

Aðeins of gráðugur
Kristján var aðframkominn í eyðimörkinni þegar álfkonan birtist og veitti honum þrjár óskir.
Fyrst óskaði hann sér þess að vera kominn heim,
og - púff - hann var kominn heim!
Svo óskaði hann sér Ferrari-sportbíl
og samstundis stóð bíllinn fyrir framan húsið!
Loks óskaði hann sér að hann yrði ómótstæðilegur í augum kvenna,
.....og þá breyttist hann í ....súkkulaði

haha gott á þig

03.01.2011 10:06

SKATTAR

 
Nú er tími góðra óska! 
 
 Lítill drengur óskaði sér mjög innilega að eignast  5000 krónur, og bað til Guðs í margar vikur, án þess að nokkuð gerðist. 

 

 Að lokum ákvað hann að skrifa bréf til Guðs til að biðja um peninginn. Pósturinn fékk bréfið, sem var stílað á "Guð á Íslandi", og ákvað að áframsenda bréfið á Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. 
 

Jóhönnu fannst bréfið virkilega skemmtilegt og áframsendi það á Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra og bað hann að senda drengnum peninginn.
 

 Steingrími þótti 5000 krónur alltof há upphæð fyrir lítinn dreng og ákvað að senda honum 500 krónur. 
 
Drengurinn var afskaplega kátur með peninginn og skrifaði þakkarbréf til Guðs: "Kæri Guð, þúsund þakkir fyrir peningana sem þú sendir. Ég tók samt eftir að þú sendir hann í gegnum ríkisstjórnina - og það gráðuga pakk tók 90% í skatt!"
 
 

03.01.2011 10:03

SKÁL

·
Eiginmaðurinn horfði stöðugt á sauðdrukkna konu sem sat á næsta borði og veifaði ginflöskunni óspart.
· Þekkirðu hana? spyr eiginkonan.
· Já stynur eiginmaðurinn, þetta er fyrrverandi konan mín. Hún byrjaði að drekka eftir að við skildum fyrir 7 árum og ég hef heyrt að það hafi ekki runnið af henni síðan.
· Guð minn almáttugur segir eiginkonan, hverjum hefði getað dottið í hug að manneskja gæti fagnað svona lengi? 
 
  • 1
Flettingar í dag: 36
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 68
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1395093
Samtals gestir: 118851
Tölur uppfærðar: 7.4.2020 05:45:41

Um mig

Nafn:

Börkur Gíslason

Afmælisdagur:

260261

Heimilisfang:

Hafnarfjörður

Tenglar

clockhere