MYNDASÍÐAN MÍN

FYRIR MIG OG MÍNA VONA AÐ ÞIÐ HAFIÐ GAMAN AF

Færslur: 2010 Október

20.10.2010 21:06

BELJURNAR

                    Frábær saga frá henni Hönnu

          Alveg dásamlegt, þið verðið að lesa þetta!
           Góðan daginn - ef þetta gleður mann ekki
                         þá gleður mann ekkert !!!

                              

     Heimildarritgerð um kýr eftir nemanda
          á miðstigi grunnskóla.

                            Nytsemi kýrinnar

Kýrin er húsdýr, en hana má líka finna fyrir utan húsið. Og hún býr oftast í
sveitinni en kemur líka inn í bæinn, en bara þegar hún á að deyja. En það
ákveður hún e...kki sjálf.

Kýrin hefur sjö hliðar, efri hliðina, neðri hliðina, fremri hliðina, aftari
hliðina, eina hliðina, hina hliðina og innri hliðina. Á framhliðinni er
höfuðið og það er til þess að það sé hægt að festa hornin einhvers staðar.
Hornin eru gerð úr horni og þau eru bara skraut. Þau geta ekki hreyft sig en
það geta eyrun. Þau eru við hliðina á hornunum. Kýrin hefur tvö göt framan á
höfðinu. Þau heita kýr-augu.

Á afturhliðinni er halinn. Hún notar hann til þess að reka í burtu flugur
svo að þær detti ekki í mjólkina og drukkni.

Á efri hliðinni og einni hliðinni og hinni hliðinni er bara hár. Það heitir
kýr-hár og er alveg eins á litinn og kýrin.

Neðsta hliðin er mikilvægust því að þar hangir mjólkin. Og þegar
mjólkurkonan oppnar kranana þá rennur mjólkin út. Þegar það er þrumuveður,
verður mjólkin súr, en ég er ekki ennþá búin að læra hvernig það gerist.

Beinin í kúnni heita kú-bein. Það er líka hægt að nota þau til að draga út
nagla.

Kýrin borðar ekki svo mikið, en þegar hún gerir það borðar hún alltaf
tvisvar. Þegar kúnni er illt í maganum gerir hún ost. Það eru göt í osti. En
ég er ekki búin að læra ennþá hvernig hún gerir götin.

Kýrin er með gott lyktarskyn. Við getum fundið lyktina af henni langar
leiðir. Hvolpar kýrinnar heita kálfar. Pabbi kálfanna heitir naut og það
heitir maður kýrinnar líka. Nautið gefur okkur ekki mjólk og þess vegna er
hann ekki spendýr.

Þegar kúnni er slátrað, hella menn mjólkinni í fernur sem maður kaupir í
búðinni. Fæturnir fjórir eru sendir til smiðsins. Það heitir endurvinnsla.

Eins og þið sjáið er kýrin nytsamt dýr. Og þess vegna finnst mér mjög vænt
um kýrnar.

Athugasemd kennarans: Ég hef aldrei lesið neitt þessu líkt.17.10.2010 12:32

Tryggingar

MÓTORHJÓLATRYGGINGAR

Sniglunum barst í vikunni greiðsluseðill frá tryggingarfélaginu Verði með
árstryggingu fyrir eitt stykki mótorhjól. Greiðsluupphæð seðilsins var
"litlar" 725.396 krónur, og þá var búið að tilgreina afslátt upp á 128.011
krónur! Heildarupphæðin án afslátts fyrir árstryggingu á hjóli þessu var því
853.407 krónur, hvorki meira né minna. Okkur er spurn, við hvað er eiginlega
miðað þegar svona upphæðir eru reiknaðar? Hvað er það sem réttlætir svona
tölur? Svör óskast. Tekið skal fram að Sniglar hafa fleiri slíka seðla undir
höndum þar sem upphæðirnar eru svipaðar, og frá fleiri tryggingarfélögum
.

 

Fengið að láni af Sniglasíðunni
  • 1
Flettingar í dag: 100
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 68
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1395157
Samtals gestir: 118852
Tölur uppfærðar: 7.4.2020 07:16:27

Um mig

Nafn:

Börkur Gíslason

Afmælisdagur:

260261

Heimilisfang:

Hafnarfjörður

Tenglar

clockhere