MYNDASÍÐAN MÍN

FYRIR MIG OG MÍNA VONA AÐ ÞIÐ HAFIÐ GAMAN AF

Færslur: 2010 Maí

26.05.2010 11:11

Skoðun

SKOÐUNSkoðunardagurinn hjá Örnum verður laugardaginn  29.maí.
Ætli kallarnir mæti  með hávaðamælinn í þetta sinn flestum til mikillar ánægju emoticon

Skoðunardagur Frumherja og Arna
Njarðarbraut 7
Laugardaginn 29 maí 2010

Byrjar kl 10 og er til 16

50% afsláttur af skoðunargjaldi og boðið upp á grillaðar pylsur í hádeginu.


Hlökkum til að sjá ykkur.

19.05.2010 21:25

Mótorhjólamessan

Annar í hvítasunnu

Mótorhjólamessa kl. 20

Mótorhjólamessan er árlegur viðburður þar sem hinir ýmsu mótorhjólaklúbbar ríða fákum sínum fylkingum til Digraneskirkju.

 Motorhjolamessa_032

Sjaldan koma svo mörg vélhjóla saman á einum stað svo almenningi gefst tækifæri á því að skoða fákana og spjalla við ökumenn þeirra.

Messan er ALVÖRU messa, með prédikun og altarisgöngu, svo það er ekkert slegið af í helgihaldinu, þó svo umbúnaðurinn sé sveipaður léttleika og prestarnir (sem verða að vera mótorhjólafólk) eru búnir sama klæðnaði og viðbúið er af vélhjólafólki (hefðbundnum öryggisbúnaði vélhjólamanna). Leður og Goretex er því "viðeigandi" klæðnaður.

Mótorhjólamessan er einnig samstarfsverkefni Þjóðkirkju og Hvítasunnu og hafa prestar frá báðum þessum kirkjudeildum annast um helgihald. Það er stórkostlegt að sjá svo fjölbreytilegan söfnuð koma saman til helgihalds og ekki spillir nú fyrir að þetta minnir líka á það að við erum líka til í samfélaginu og umferðinni.

Mótorhjólamessan tekur mið af ýmsum hefðum sem skapast hafa í "mótorhjólaheiminum", bæði hvað varðar tónlist og annað. Hún er því nokkuð "hrá" og gæti farið fyrir brjóstið á þeim sem leitast eftir hefðbundnara helgihaldi.

006

Mótorhjólamessan hófst í Digraneskirkju árið 2006 þegar 115 manns komu til messu á 55 vélfákum. Mótorhjólamessunni hefur aukist fylgi milli ára. Arið 2007 komu 240 manns á 170 hjólum. Arið 2008 yfirfylltist kirkjan (sem tekur 320 manns) með 380 riddurum götunnar á 230 fákum. Ári síðar (2009) komu 402 mótorhjólamenn í messu þannig að þetta stefnir í stórviðburð á þessu ári enda löngu búið að sprengja allt rými sem annars hæfir fyrir venjulegar messur.

15.05.2010 19:58

Raftasýning

SÝNING


Ég, Baldur og Biggi hjóluðum saman upp í Borgarnes til
að fara á hjólasýninguna þeirra Rafta.
Þetta var flott hjá þeim eins og venjulega. það voru drullumallarar sem voru að leika sér í fjörunni gaman að því. Svo voru
reisergæjar að leika listir sínar  á afturdekkinu þeir voru flottir.
Það voru fullt af hjólum inní skólanum og svo nokkrir sölubásar
með hjólavörur, það má ekki sleppa vöfflunum, rjómanum og kakóinu.

Takk fyrir mig Raftar þetta var skemmtilegur dagur
kv, Börkur

14.05.2010 21:21

RAFTAR

Raftasýning

Vegna sýningardags Rafta.
 
Vinsamleg tilmæli er um að virða hámarkshraða innan bæjamarka. Við verðum í bandi við lögreglu ef um stóra hópa er að ræða sem eru að koma á sama tíma.
Sérstaklega er tekið fram að ekki verði tekið reykspól á Menntaskólalóð.
Athugið að frítt er í göngin fyrir hjólamenn frá kl. 13.00 til 18.00 á
laugardaginn.
Vonumst til að sjá sem flesta.

Hér er dagskrá Raftasýningar.
Langar að vekja sérstaka athygli á Racer atriðinu kl.14.00 á Borgarbraut.
Þar taka vel þjálfaðir ökumenn racerhjól sín til kostanna  og aka á
afturdekkinu einu saman. Þetta verður einstaklega skemmtilegt og spennandi atriði  að horfa á.
   13.30 - 14.00  Sandcross
   14.00 - 14.30  Racer show á Borgarbraut.
   14.30 spilar Stórhljómsveit Bifhjólamanna nokkur lög. Notað verður áður
   óþekkt gerð af Yamaha hljóðfæri.
   15.00 og 16.00 sýna ökumenn Trial hjóla listir sínar við Menntaskólann.

Fullt hús af hjólum og fallegu dóti. Og ekki má gleyma dásamlegu vöfflunum
okkar.
Frítt inn.

Fyrir hönd Sýningarnefndar.
 
Torfi Raftur


09.05.2010 20:37

Hjólatúr

Í BLÍÐSKAPARVEÐRI


Loksins var veðrið upp á það besta ,sól og hiti semsagt tilvalið fyrir smá hjólatúr. Þegar ég var búinn að fara reiðhjólatúr inn í Kópavog og
til baka skelltum við Jón okkur á vespunum upp í Hvalfjörð. Það er voða gaman að prófa nýjar (gamlar) brýr svo við fórum yfir brúna á Bláskeggsá. Svo var það kaffi í Ferstiklu og áfram í Borgarnes þar hittum við Gauja formann og frú. Hann fór með okkur í sætsýn um nýja félagsheimilið þeirra Rafta, flott aðstaða hjá þeim. Til hamingju Raftar. Vegna einmuna veðurblíðu nenntum við ekki heim svo við fórum í Englendingavík og skoðuðum hvað er í gangi þar. Nú var kominn tími til að renna til baka, þegar við komum yfir brúna hefðum við hæglega getað látið keyra okkur í klessu. Einhver gamall karl skröggur gerði sér lítið fyrir og keyrði bara sísvona fyrir okkur, spurning hvenær á að láta þetta lið skila skírteininu og lyklunum. Að lokum komum við við á Láxárbökkum og fengum okkur Vöfflur með rjóma og skoðunaferð um svæðið í kaupbæti.
Þetta var fínn túr hjá okkur.06.05.2010 22:26

SÁ DÝRASTI


Dýrasti bíll í heimi Bugatti 57SC
 árgerð 1936

03.05.2010 15:48

Afmæli

10 ÁRA
Það var margt um manninn á afmælissvæðinu hjá Postulunum
á 1. maí. Hátíðin hófst með því að fólki var boðið upp á frábæra afmælistertu (1000manna)
kaffi og aðrir drykkir voru í boði ásamt ís fyrir börnin.
Svo voru grillaðar pylsur ofan í gesti,
Semsagt nóg af veitingum fyrir alla.
Það voru flestar gerðir vélknúinna tækja til sýnis á svæðinu svo að allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi til að skoða.
það voru mörg börn og nokkrar mömmur sem fengu að fara smá bunu um svæðið aftan á Postulahjólunum og gerði það mikla lukku.
Um kvöldið var svo frábær afmælishátíð í Hvítahúsinu.
Þar voru um 100 manns sem gæddu sé á  æðislegum mat frá Grillvagninum .
Svo kom Helga Braga og skemmti okkur af sinni alkunnu snilld.
Hún er mögnuð þessi sexy dama.
Postulabandið hans Baldurs skellti sér á svið og tók öll lögin sem þeir kunna, það eru ekki  ýkjur þegar ég segi að þeir slógu rækilega í gegn.

Svo að lokum voru það gömlu refirnir í Karma sem héldu liðinu á dansgólfinu sem eftir var. Frábær sveit enda úr sveit.

Já þeir stóðu sig í stykkinu strákarnir í afmælisnefndinni
frábært hjá ykkur.

Takk fyrir mjög svo skemmtilega  afmælishátíð.

02.05.2010 21:50

BMW

LINKUR

Það er linkur inn á bloggsíðuna þeirra BMW ferðalanga

  hérna á síðunni.

SKOTLANDSFERÐÞað verður gaman að fylgjast með þeim.

  • 1
Flettingar í dag: 49
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 68
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1395106
Samtals gestir: 118851
Tölur uppfærðar: 7.4.2020 06:11:17

Um mig

Nafn:

Börkur Gíslason

Afmælisdagur:

260261

Heimilisfang:

Hafnarfjörður

Tenglar

clockhere