MYNDASÍÐAN MÍN

FYRIR MIG OG MÍNA VONA AÐ ÞIÐ HAFIÐ GAMAN AF

Færslur: 2010 Apríl

30.04.2010 11:29

AFMÆLI

AFMÆLI, AFMÆLI

Postularnir halda upp á 10 ára afmælið
 sitt um næstu helgi á 1. maí
 Þetta verður örugglega frábær veisla.
Það er hörkulið sem hefur lagt nótt
sem nýtan dag við undirbúninginn.
 En það eru þeir
 Baldur #1, Sveinn Skorri #2,
 Biggi #9 og Alli #98

GÓÐA  SKEMMTUNSvona var 5 ára afmæliskakan.
Hvernig ætli hún verði núna?

29.04.2010 21:38

LANDSMÓT

Mót

Landsmót Bifhjólafólks 2010
Húnaveri 01. - 04.júlí

Mótorhjólamót sem engin alvöru hjólari eða klúbbur missir af!

Landsmót hefur verið haldið ár hvert síðan 1987. Fyrstu fjögur árin í Húnaveri og 10 ára afmælismótið sem var það fjölmennasta frá upphafi, þá mættu rétt tæplega 500 gestir. Landsmót í Húnaveri hafa bara svínvirkað í gegnum árin, því erum við með uppskrift að fullkominni skemmtun! Mótið í ár er það tíunda sem haldið er í Húnaveri.

Landsmót hefur verið haldið í nafni Snigla gegnum árin en í ár eru það við í Óskabörnum Óðins MC sem höldum Landsmót Bifhjólafólks. Óskabörn Óðins MC eru ekki óvanir skemmtanahaldi enda klúbbur með yfir 20 ára sögu og reynslu. Þetta gerum við þó ekki allt einir heldur erum við að semja við aðra klúbba um aðkomu þeirra að einstökum viðburðum mótsins til að gera það sem fjölbreyttast.

Þetta er Landsmót bifhjólafólks og allir hjólarar eru velkomnir. Það er alveg ljóst að við í Óskabörnum Óðins viljum sjá miklu fleiri af þeim þúsundum hjólara sem eru á Íslandi koma á Landsmót. Við viljum sjá alla klúbbana fjölmenna með sitt hafurtask og setja upp flottar tjaldbúðir enda verða veitt verðlaun fyrir flottustu tjaldbúðirnar.

Dagskráin verður fjölbreytt að venju en þar má fyrst nefna tónlistaratriðin þar sem Sniglabandið fer fremst í flokki, ásamt fleirum frábærum hljómsveitum. Kappleikirnir víðfrægu, burnoutkeppni, ofl.ofl. Veglegir vinningar í öllum keppnum. AA fundir verða haldnir fyrir óvirka. Þeir sem vilja selja vörur og eða fatnað á mótinu hafi samband við neðangreinda.

Mat í magann. Ljúffeng kvöldmáltíð föstudagskvöld, Landsmótssúpa laugardagskvöld, orkumikil morgunhressing alla morgna.

Óskabörnin munu senda út ítarlega dagskrá/auglýsingu þegar nær dregur en þið getið treyst því að við munum tjalda öllu til að gera þetta 10. Landsmót í Húnaveri sem eftirminnilegast. Hlökkum til að sjá ykkur!

Frekari upplýsingar veitir Baldvin í síma 894-2848 baldvinj@simnet.is eða Eyþór í síma 773-1505 eythor.inga@gmail.com 

 

28.04.2010 19:58

1.maí

1,MAÍ

Þann 1. maí hefur um árabil verið haldin forvarnardagur Snigla með hópkeyrslu um borgina til að minna aðra vegfarendur á að mótorhjólin eru komin út á göturnar. Þetta ár er engin undantekning og er ætlunin nú sem fyrr að minna rækilega á okkur á götum borgarinnar og á sama tíma vekja athygli á málstað okkar en fyrir alþingi liggur frumvarp til nýrra umferðarlaga, þar sem lítið tillit er tekið til athugasemda mótorhjólamanna.
Safnast verður saman á Laugaveginum frá klukkan 10:30, hann fylltur af mótorhjólum upp úr öllu (Laugarvegur verður lokaður umferð á meðan) Keyrslan sjálf leggur af stað 11:30 niður Bankastræti og þaðan um Vonarstræti milli alþingis og ráðhúss Reykjavíkur, þar sem ætlunin er að láta aðeins heyrast í hjólunum og / eða flauta til að vekja athygli á málstað okkar. Leiðin liggur svo um Hringbraut, Bústaðaveg, Kringlumýrarbraut og Reykjanesbraut áður en keyrslan endar í Kauptúni gengt IKEA.

ALLIR VELKOMNIR!

Aksturslýsing:
Fyrstu hjólin munu safnast saman við mót Bankastrætis og Laugavegar og þannig mynda röð eftir Laugaveginum. Búist er við á milli 600-1000 mótorhjólum svo að ef það fer að teygjast á hópnum er hægt að beina nokkrum hjólum upp á Skólavörðustíg. Mæting hjólanna er á milli 10:30 og 11:15 og mun keyrslan renna af stað stundvíslega kl 11:30. Ekið verður niður Bankastrætið og beygt til vinstri Lækjargötuna og svo til hægri inn Vonarstrætið. Ekin er Suðurgatan til vinstri og eftir henni að hringtorginu á Hringbraut sem verur lokað tímabundið. Hringbrautin er ekin að Bústaðavegi og Bústaðavegur að Kringlumýrarbraut. Kringlumýrarbraut er ekin að brúnni á Arnarneshæð þar sem ekið er til vinstri eftir Arnarnesvegi gegnum Garðabæ að nýju Reykjanesbrautinni. Loks er ekið eftir Reykjanesbrautinni að slaufunni við kauptún og endar keyrslan fyrir utan Kauptún

28.04.2010 19:23

1. maí

 

BURNOUT 2010 RISA MÓTORSPORT SÝNING Í KAUPTÚNI GARÐABÆ.

Nú hafa KVARTMÍLUKLÚBBURINN,SNIGLAR og BÍKR ákveðið að standa saman að gríðalega stórum mótorsport viðburði helgina 30 Apríl til 2 Maí í Kauptúni í Garðabæ beint á móti IKEA og BYKO.Sýnd verða rúmlega 300 tæki, sportbílar, kvartmílu tæki,fornbílar og um 100 mótorhjól á tæplega 8000 fermetrum. Þessir klúbbar hafa svo boðið Fornbílaklúbbnum,Drift,Gokart og Bílaklúbbi Akureyrar að vera með okkur á sýningunni með kynningu á þeirra félagstarfi.

Markmið Kvartmíluklúbbsins hafa frá byggingu Kvartmílubrautarinnar verið að ná hraðakstri af götum borgarinnar á lokuð svæði og í gegnum árin hefur Kvartmíluklúbburinn fjármagnað sýnar framkvæmdir og félagstarfið með bílasýningum og keppnishaldi. Mikil uppbygging hefur verið á svæðinu síðustu ár og hefur allt keppnishald og aðstaða snarbatnað og hvergi er slegið slöku við og félagarnir halda ótrauðir áfram við uppbyggingu,nýtt malbik,nýr tímatökubúnaður,tímaskillti ofl.

Kvartmíluklúbburinn á 35 ára afmæli í ár og það er ekki amalegt að bjóða upp á slíka sýningu að því tilefni.

BÍKR mun standa fyrir brautar rallý af bestu gerð og fleiri uppákomum á samskipasvæðinu við Holtagarða og verða svo á sýningunni í Kauptúni með bíla og kynningu á þeirra félagi. Sniglar munu standa fyrir árlegri 1. maí keyrslu, forvarnardegi og Íslandsmeistara móti í hjólafimi þar sem vegleg verðlaun verða í boði. Alla helgina mun svo standa yfir glæsileg sameiginleg sýning Snigla og Kvartmíluklúbbsins í kauptúni Garðabæ.

Þarna verður meðal annars sérsmíðaður stórglæsilegur PONTIAC GTO kvartmílubíll,smíðaður á Íslandi eftir ströngustu reglum NHRA,þarna kemur sterkt inn að sjón er sögu ríkari. Þetta er klárlega viðburður sem engin ætti að láta framhjá sér fara,þarna verður eitthvað fyrir alla.

Mynd:A3_plakat.jpg

15.04.2010 21:50

Sumardagurinn fyrsti

HÓPKEYRSLA
Árleg mótorhjólakeyrsla og tónleikar á Sumardaginn fyrsta 2010

Kl 11:30
 Mæting á SHELL við Vesturlandsveg!

Kl 12:00
 Lagt af stað stundvíslega upp í Hvalfjörð. GWRRA ræsir og leiðir!
Sjúkrabíll, mótorhjól og Landsbjargarbíll aka síðast og fylgja alla leið!

Kl 13:00
 Komið á Ferstiklu; smá hvíld!

Kl 13:15
Lagt af stað til Akraness (N. Akrafjalls)!

Kl 13:40
 Ekið hring um bæinn (Þjóðbraut, Faxabraut, Akursbraut, Kirkjubraut).

Kl 14:00
 Stoppað á bílastæði Galito. Hvíld og veitingar!

Kl 15:00
 Lagt af stað á mótorhjólatónleika. Umferðarlögreglan ræsir og leiðir!

Kl 16:00
Komið í Hátún 2 (Hvítasunnukirkjan Fíladelfía).
- Landsbjargarkonur selja veitingar til styrktar björgunarsveitunum.
- Lögreglan, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Landsbjörg sýna tækjakost og útbúnað sem notaður er við umferðarstjórn, slys og björgun.

Kl 16:45
 Þeytir lögregla og sjúkrabílar sírenur til að boða inn í tónleikasalinn!

Kl 17:00
Mótorhjólatónleikar:
Blús akademían, Gospelkór Fíladlfíu, Gréta Salóme, KK. Siggi kapteinn & Co.
Árni umferðarlögregla og félagar, séra Íris Skutla, Kristján L. Möller samgönguráðherra.

Kl 18:00
Tónleikum lokið!

Öruggari umferð - Öruggari heimkoma
  • 1
Flettingar í dag: 26
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 93
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 1394850
Samtals gestir: 118813
Tölur uppfærðar: 4.4.2020 05:03:54

Um mig

Nafn:

Börkur Gíslason

Afmælisdagur:

260261

Heimilisfang:

Hafnarfjörður

Tenglar

clockhere