MYNDASÍÐAN MÍN

FYRIR MIG OG MÍNA VONA AÐ ÞIÐ HAFIÐ GAMAN AF

Færslur: 2009 Nóvember

15.11.2009 09:44

Sturlungar

FRÁBÆR SKEMMTUN

 Ég fór í Fjörugarðinn í gærkvöldi, þar voru Sturlungarnir
með skemmtun. Einar Kárason mætti á svæðið og bauð
upp á Sturlungasögu með sínum hætti.
 Eiginlega í máli og myndum, því frásagnargáfa hans er þvílík
  að þetta varð allt ljóslifandi fyrir okkur,
 menn, aðstæður og staðhættir.
Já þetta er algjör snilld hjá Einari að þylja þetta allt upp
fram og aftur blaðlaust og halda manni við efnið allan tímann.

Sturlungar eiga heiður skilinn fyrir að bjóða upp á svona
 skemmtun.
Takk fyrir mig.


14.11.2009 17:51

HJÓLATÚR

SMÁ HJÓLATÚR

Ég fór aðeins út að hjóla í dag .

Þessi veðrátta í miðjum nóvember er engu lík

 maður gæti  haldið að það sé komið vor.

 Eins og oft áður og síðast í gær fór ég austur fyrir fjall

Nú voru það Þrengslin,Þorlákshöfn þaðan á Selfoss
(loklokoglæs í félagsheimilinu)

smá kaffi á Olis svo var það Gaulverjarbæjarleið um

 Stokkseyrarbakka. Svo kíkti ég á vatnsverksmiðjuna hans

Jóns, fyrst ég var kominn alla leið þangað hélt ég áfram

Selvoginn, Krýsuvík  og heim  í Hafnarfjörðinn.

Þetta var góður og skemmtilegur rúntur en pínu kalt í lokin. 

06.11.2009 18:41

Rúntur

SUMARBLÍÐA

Það var ekki hægt að sleppa því að fara í hjólatúr í
  í dag. Ótrúleg blíða og 10° í byrjun nov.
 Ég hjólaði í um tvo tíma um höfuðborgarsvæðið
og viti menn án þess að mæta einu einasta hjóli.
Þetta var kærkominn rúntur og fullt af súrefni, allavega meira en maður nær í á reiðhjólinu.Nú er það bara sófinn og nammi ummmmmmmm.

  • 1
Flettingar í dag: 134
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 68
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1395191
Samtals gestir: 118852
Tölur uppfærðar: 7.4.2020 07:50:13

Um mig

Nafn:

Börkur Gíslason

Afmælisdagur:

260261

Heimilisfang:

Hafnarfjörður

Tenglar

clockhere