MYNDASÍÐAN MÍN

FYRIR MIG OG MÍNA VONA AÐ ÞIÐ HAFIÐ GAMAN AF

Færslur: 2009 Október

12.10.2009 18:23

Sunnudagsrúntur

Á  SKAGANN

Nú hjóluðum við upp á Skaga og
þvílík veðurblíða logn og sól, svona er mér sagt að gerist mestalagi á 10 ára fresti. Verst að gleyma myndavélinni til að geta sannað þetta með mynd af sementreyknum. Eftir góðan rúnt um götur bæjarins héldum við heim á leið. Við ákváðum að fara fyrir fjörðinn með stoppi á Ferstiklu en
auðvitað eru þeir komnir í vetrardvala svo að við stoppuðum næst í Kaffi Kjós og sama sagan þar.
Þá var ekkert annað í stöðunni en að fara í Mosfellsbararí. Þar vorum við ekki sviknir,
frábærar tertur í þessu flotta bakaríi namminamm.
Þegar maður fær eina svoleiðis er maður fljótur að gleyma kuldanum.emoticon 
   

05.10.2009 22:14

Flott
 

03.10.2009 19:26

Hjólatúr

Suðurnesjarúntur

Ég og Jón fórum í hjólatúr til Keflavíkur í dag.
Það var rjómablíða og pínu svalt.
Þeir þarna suðurfrá virðast vera  lagstir í vetrardvala.
Lokað í Icebike og hérumbil búið að negla fyrir gluggana í Arnarhreiðrinu,
 þá er búið að ýkja, heheheemoticon
Þetta endaði vel með kaffi og tertu á Kaffi Keflavík
sem er á Hafnargötu 26.
Það skemmdi ekki fyrir að Jón komst að því að
 frændi hans og alnafni á og rekur þetta fína kaffihús.
emoticon 


  • 1
Flettingar í dag: 19
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 93
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 1394843
Samtals gestir: 118812
Tölur uppfærðar: 4.4.2020 04:14:08

Um mig

Nafn:

Börkur Gíslason

Afmælisdagur:

260261

Heimilisfang:

Hafnarfjörður

Tenglar

clockhere