MYNDASÍÐAN MÍN

FYRIR MIG OG MÍNA VONA AÐ ÞIÐ HAFIÐ GAMAN AF

Færslur: 2009 Ágúst

08.08.2009 20:55

GEGGJAÐ                          http://www.princess.com/video/dvd/CaribbeanCrownEmeraldRubyCE09.html


                                        
Þetta hlýtur að vera með þeim allra flottustu
það var bæði í Reykjavík og Akureyri um helgina

03.08.2009 18:30

HJÓLATÚR

Hjólatúr

Ég og Jón #130 fórum í hjólatúr fyrsta stopp var á Selfossi og
einnig fyrsta demban. Við héldum ferð okkar austur eftir
suðurlandi með stoppum á ýmsum stöðum. Það
ringdi á okkur svona annað veifið.
Fyrstu nóttina gistum við á Hrollaugsstöðum í Suðursveit
það var gott að vera undir þaki en þetta var nú frekar dapur
gististaður allavega miðað við verð.

 Morguninn eftir héldum við á Höfn í grenjandi rigningu og
 þannig var veðrið að mestu þennan daginn en við enduðum
 á Eskifirði þar sem við gistum hjá frænda hans Jóns.
Við kíktum aðeins á Neistaflug um kvöldið í veðurblíðu
og flottheitum.

Dagur þrjú hófst með ferð á Egilstaði
þar leituðum við að bakaríi en fundum ekkert en við fundum
eina löggu sem reddaði okkur. Það fá ekki allir lögreglufylgd
til að komast í morgunmat. Það er tækifæri fyrir bakara til að
skapa sér vinnu þarna fyrir austan, ótrúlegt að það sé ekki
boðið upp á almennilegt bakarí þarna.
Svo var það ferð í Kárahnjúka mjög gaman að sjá þessar
 framkvæmdir. Næst var það Skriðuklaustur í matarhlaðborð
 og svo aftur á Egilstaði. Nú var stefnan tekin á Akureyri
með smá stoppi við Mývatn. Þegar við komum var skítakuldi
svo við héldum áfram suður í Varmahlíð þaðan fórum við
á Laugarbakka þar sem við gistum á Eddu sem var mjög gott.
Veðrið þennan daginn var með besta móti miðað við hina fyrri.

Dagur fjögur hófst með flottum morgunmat og fínu veðri, loksins.
Þar sem við áttum inni kaffiboð hjá Hönnu á Þingeyri kl.15
var stefnan tekin þangað eftir bensínstopp í Staðarskála.
(Lélegt hjá N1 að hafa ekki möguleika á að nota Lykilinn)
Við fórum rennislétta Laxárdalsheiðina yfir í Búðardal
og áfram í Bjarkarlund smá stopp þar áður en við fórum Þorskafjarðarheiðina,frekar gróf. Áfram var haldið
nýja veginn alveg að nýju brúnni yfir Mjóafjörð.
Það var eiginlega aðalmálið í ferðinni að komast
 yfir brúna,  það tókst og var bara ansi gaman.
Þá gátum við farið að hlakka til kaffiboðsins.
Í öllum spenningnum gleymdum við að taka
bensín í Reykjanesi en vegna brúarinnar rétt
sluppum við til Súðavíkur (eiginlega bara á gufunni).
Eftir mörg stopp í vestfjarðargöngunum vegna
mikillar umferðar rétt náðum við í kaffið, renndum
í hlaðið á mínútunni þrjú. Eftir þetta fína hlaðborð
(takk kærlega fyrir það) kíktum við aðeins á Hofið.
Nú var aðeins eftir að rúlla heim og tók það  frekar
 langan tíma enda vegirnir ekki alveg upp á það
besta fyrir hjólin. Eftir Hrafnseyrar og Dynjandisheiðar
stoppuðum við í Flókalundi þar hittum við hressa
og káta hjólara frá Bíldudal og Tálknafirði eftir gott
spjall lögðum við af stað í Bjarkarlund í annað sinn
þennan daginn þar hvíldum við okkur smá stund
fyrir síðasta spottann.
(Eftir alla firðina og heiðarnar held ég bara að Þorskafjarðarheiðin
 hafi verið frábær) Við komum svo heim um kl. 01
þetta var frekar langur en skemmtilegur hringur
um 2400km.
 það eru nokkrar myndir úr ferðinni í myndaalbúminu.
kv. Börkur

  • 1
Flettingar í dag: 49
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 68
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1395106
Samtals gestir: 118851
Tölur uppfærðar: 7.4.2020 06:11:17

Um mig

Nafn:

Börkur Gíslason

Afmælisdagur:

260261

Heimilisfang:

Hafnarfjörður

Tenglar

clockhere